Innrautt
Hægt er að setja upp símann fyrir gagnasendingar um innrautt tengi hans (IR) til eða frá IRDA-samhæfum síma eða gagnatæki.
Ekki má beina innrauðum (IR) geisla að augum eða láta hann trufla önnur innrauð tæki. Þetta tæki er leysitæki í flokki 1 (Class
1 laser product).
Þegar gögn eru flutt um innrauð tengi þarf að ganga úr skugga um að innrauð tengi sendi- og móttökutækisins snúi hvort að
öðru og að engar hindranir séu á milli þeirra.
Til að kveikja eða slökkva á innrauðu tengi símans velurðu
Valmynd
>
Stillingar
>
Tengi-möguleikar
>
Innrautt
.
Ef gagnaflutningurinn hefst ekki innan tveggja mínútna eftir að kveikt er á innrauða tenginu er slökkt á því og þess vegna þarf
að kveikja á því aftur.
Vísir innrauðrar tengingar
• Þegar
er viðvarandi á skjánum er kveikt á innrauða tenginu og því er hægt að senda eða taka á móti gögnum um það.
• Þegar
blikkar er síminn að reyna að koma á tengingu eða þá að tenging hefur rofnað.